Ný framkvæmdastjórn HSS
Nú um áramótin tók formlega til starfa ný framkvæmdastjórn við HSS. Hana skipa: Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri, Hildur Helgadóttir, hjúkrunarforstjóri,
Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri og Pálína Reynisdóttir, fjármálastjóri. Frá þessu er greint á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Framkvæmdastjórn fundar vikulega.
Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir m.a. um hlutverk framkvæmdastjórnar: „Á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum skal starfa framkvæmdastjórn undir yfirstjórn framkvæmdastjóra. Auk hans skulu yfirlæknir (lækningaforstjóri) og hjúkrunarforstjóri skipa framkvæmdastjórn. Heimilt er að fjölga fulltrúum í framkvæmdastjórn sé gert ráð fyrir því í skipuriti stofnunar. Framkvæmdastjórn skal vera framkvæmdastjóra til ráðgjafar og skal hafa samráð við hana um allar mikilvægar ákvarðanir varðandi þjónustu og rekstur sjúkrahússins eða heilbrigðisstofnunarinnar.“
Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri og Pálína Reynisdóttir, fjármálastjóri. Frá þessu er greint á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Framkvæmdastjórn fundar vikulega.
Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir m.a. um hlutverk framkvæmdastjórnar: „Á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum skal starfa framkvæmdastjórn undir yfirstjórn framkvæmdastjóra. Auk hans skulu yfirlæknir (lækningaforstjóri) og hjúkrunarforstjóri skipa framkvæmdastjórn. Heimilt er að fjölga fulltrúum í framkvæmdastjórn sé gert ráð fyrir því í skipuriti stofnunar. Framkvæmdastjórn skal vera framkvæmdastjóra til ráðgjafar og skal hafa samráð við hana um allar mikilvægar ákvarðanir varðandi þjónustu og rekstur sjúkrahússins eða heilbrigðisstofnunarinnar.“