Ný föndur- og gjafavöruverslun
Í versluninni List, í Hólmgarði í Keflavík, fæst ýmislegt til föndurgerðar og fallegar gjafavörur. Verslunin opnaði fyrir rúmri viku en eigendur hennar eru Eva Lind Jóhannsdóttir og Erla Arnoddsdóttir.„Við erum aðallega með trévörur og fylgihluti fyrir tréföndur. Litirnir hjá okkur eru á besta verðinu í bænum, aðeins 230 kr. 59 ml. og svo erum við með pensla og aðra nauðsynlega hluti“, segir Eva og tekur fram að vöruúrval muni aukast enn frekar á næstu viku og í lok september koma jólavörurnar. Í versluninni má einnig finna fallega leirmuni sem eru tilvaldir til gjafa.„Við ætlum að halda námskeið í krukkumálun og tréföndri á næstunni og hópar geta haft samband og óskað eftir sérstökum námskeiðum en við komum í heimahús og leiðbeinum fólki ef þess er óskað. Áhugasamir geta haft samband við okkur í síma 421-7630 og opnunartími verslunarinnar er mán.-fim. frá kl. 13-18, fös. frá kl. 13-19 og á laugardögum frá kl. 10-14.“