Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð
Þriðjudagur 29. apríl 2008 kl. 17:51

Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð



Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugveli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Sú segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða í nágrenni hans.

Þetta er uppfærð útgáfa af áætluninni sem gerð var á síðasta ári, en í henni er gert ráð fyrir nýju verkþáttaskipuriti og skilgreiningu á viðbúnaðarstigum í samræmi við aðrar flugslysaáætlanir og breytingar sem orðið hafa á lögregluembættum með sameiningu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Þá er nýr kafli í áætluninni sem lýtur að flugslysum á sjó, en sá hluti er í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands.

Flugslysaáætlunin er virkjuð þegar flugvél lýsir yfir viðbúnaðar- eða hættuástandi eða brotlendir. Virkjunin er tvískipt, annars vegar ef um er að ræða flugvél með færri en tíu manns um borð og hins vegar með tíu eða fleiri um borð. Þó er mögulegt að virkja stærri áætlunina þó færri séu um borð, ef farmur flugvélar gæti hugsanlega valdið almannahættu.

Stefán Thordersen, flugvallarstjóri, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, og Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum skrifuðu undir samninginn fyrir hönd málsaðila.

Við tilefnið þökkuðu þeir þeim sem höfðu komið að þeirri miklu vinnu sem lögð var í gerð áætlunarinnar.

VF-myndir/Þorgils – 1: Stefán, Haraldur og Jóhann undirrita samninginn. 2: Viðstaddir í slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli klappa við undirritunina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024