Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ný-Fiskur færir félagsþjónustunni rausnarlegar gjafir
Fimmtudagur 11. nóvember 2010 kl. 08:37

Ný-Fiskur færir félagsþjónustunni rausnarlegar gjafir


Hjónin Birgir Kristinsson og María Björnsdóttir, eigendur Ný-Fisks í Sandgerði, færðu félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga rausnarlegar gjafir í dag
gær sem nýtast munu fólki á starfssvæði félagsþjónustunnar.  Um er að ræða 150 kg af fiski frá Ný-Fiski og 500.000 króna fjárframlag frá fyrirtækinu og starfsfólki þess. Í dag vinna um 100 manns hjá fyrirtækinu.

Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri og Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir félgasmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga tóku við styrknum.  Sigrún sagði sýnt að fyrirtækið og starfsmenn þess létu sér annt um fólkið á sínu svæði. Þá sagði Sigrún ennfremur: „Ný-fiskur er fyrirtæki sem sýnir samfélagslega ábyrgð bæði gagnavart fólkinu sem býr hér og líka gagnvart náttúrunni, en Ný-Fiskur ehf. byggir afkomu sína á sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að haga nýtingu auðlindanna þannig að það tryggi hámarkafrakstur til frambúðar, og lítur á það sem skyldu  hverrar kynslóðar að skila afkomendum sínum lífvænlegu umhverfi með verndun á lífríki og vistkerfi hafsins."

Þess má geta að Ný-fiskur fékk nýlega umhverfisvottun samtakanna Friend of the Sea. Hún staðfestir að framleiðslan uppfylli ströngustu kröfur um sjálfbærni í veiðum

www.245.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024