Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný bráðabirgðaleið í „ranann“
Þriðjudagur 28. febrúar 2006 kl. 09:23

Ný bráðabirgðaleið í „ranann“

Hjónin Stella Magnússdóttir og Nikulás Steinsson áttu erindi til Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ í morgun. Það þykir nú varla til tíðinda að fólk eigi erindi við bæjarstjórann, en í þetta skipti voru gestirnir leystir út með veglegum bókagjöfum. Ástæðan er sú að þau hjónin voru gestir númer 1200 sem Árni tekur á móti og þótti bæjarstóranum því tilhlýðilegt að færa þeim gjafir að því tilefni.
Þau Stella og Nikulás hafa búið í Reykjanesbæ í tvö ár en hingað fluttu þau frá Selfossi. Aðspurð sögðust þau kunna ákaflega vel við sig í Reykjanesbæ. Ekki síst finnst þeim afar þægilegt að búa svona í nálægð við flugvöllinn en þau eiga sumarhús á Spáni þar sem þau dvelja oft.
Ellert Grétarsson tók þessa mynd á bæjarskrifstofunni í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024