Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný björgunarþyrla til landsins 2018
Fimmtudagur 16. febrúar 2012 kl. 18:48

Ný björgunarþyrla til landsins 2018

Fyrirhugað er að kaupa eina sérstaklega útbúna þyrlu til leitar- og björgunarstarfa fyrir Landhelgisgæsluna, til afhendingar á árinu 2018, með möguleika á að bæta síðar við öðrum tveimur þyrlum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ríkiskaup f.h. innanríkisráðuneytisins hafa í samvinnu við norsk yfirvöld tilkynnt niðurstöðu forvals vegna fyrirhugaðra kaupa Landhelgisgæslu Íslands á nýrri leitar- og björgunarþyrlu. Tilkynning þar að lútandi hefur verið send þeim fyrirtækjum sem lýstu áhuga sínum í forvali til þátttöku í útboði um kaup á nýrri þyrlu.


Eftirtalin fyrirtæki hafa verið valin og metin hæf sem bjóðendur í lokuðu innkaupaferli: Agusta Westland Ltd., Eurocopter SAS og Sikorsky International Operations Inc..


Nú er unnið að frágangi útboðsgagna.Gert ráð fyrir að útboðsgögnin verði send þátttakendum samkvæmt niðurstöðu forvals í byrjun apríl nk.


Myndin: TF-GNA í Sandgerði í morgun. Hún er leiguþyrla en nú á að kaupa nýja þyrlu sem kemur eftir sex ár til landsins. VF-mynd: Hilmar Bragi