Ný bæjarstjórn tekin við í Garði
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar í Garði fór fram í gær. Á fundinum voru samþykktar skipanir í ráð og nefndir á vegum bæjarfélagsins. Einar Jón Pálsson, Sjálfstæðisflokki, verður forseti bæjarstjórnar. Aðalmenn í bæjarráði verða Brynja Kristjánsdóttir og Einar Jón Pálsson, Sjálfstæðisflokki. Fulltrúi N-lista verður Benedikt D.Jónsson.
Einnig var samþykkt að heimila fulltrúa L-lista að sitja bæjarráðsfundi með málfrelsi og tillögurétt án atkvæðisréttar. Á dagskrá fundarins var einnig ráðning bæjarstjóra og var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans að ráða núvernadi bæjarstjóra, Ásmund Friðriksson. Fulltrúar N- og L-lista sátu hjá.
Á fundargerð bæjarstjórnar á heimasíðu Garð má sjá nánari útlistum á skipan fulltrúa í ráð og nefndir.
VFmynd/Oddgeir Karlsson.