Ný aðstaða UMFG og Kvenfélagsins bylting fyrir félögin
Forráðamönnum Ungmennafélags Grindavíkur, Kvenfélags Grindavíkur ásamt bæjarstjórn og frístunda- og menningarnefnd var boðið að skoða nýja félags- skrifstofuaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð sem Grindavíkurbær reisir. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og ljóst að þetta verður bylting fyrir starfsemi UMFG og Kvenfélagið. Það er Grindin hf. í Grindavík sem byggir mannvirkið en greint er frá þessu á vef Grindavíkurbæjar.
Einnig voru nýir búningsklefar fyrir sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira í nýja íþróttamannvirkinu skoðað. Verktaki ætlar að skila af sér byggingunni 7. mars nk. og er ráðgert að hafa bygginguna til sýnis fljótlega eftir það.
Myndin er tekin í nýju félagsaðstöðunni.