Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 9. apríl 1999 kl. 20:29

NÝ AÐSTAÐA FYRIR NETAGERÐ

Ný aðstaða fyrir netagerð var opnuð í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nýlega. Við þetta tækifæri voru einnig undirritaðir samstarfssamningar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Hafrannsóknarstofnun vegna Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn við Stýrimannaskólann gengur út á samstarf um kennslu og þróun námsefnis í veiðarfærafræðum en á milli þjóðanna eru bæði kennarar og aðstaða samnýtt. Samstarfssamningurinn við Hafrannsóknarstofnun er í tengslum við miðlun þessa náms og þekkingu sem við hér á Íslandi búum yfir til erlendra aðila. Tveir nemendur á vegum Sjávarútvegsskóla SÞ munu dveljast hér á landi á haustönn og sitja áskólabekk í FS en þar munu þeir nema netagerð eða veiðarfæragerð sem er það nafn sem notað verður á fagið í framtíðinni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er kjarnaskóli veiðarfæragerðar og þar af leiðandi eini skólinni sem býður upp á menntun til sveinsprófs. Ólafur Arnbjörnsson, skólameistari sagði í samtali við Víkurfréttir að aðstaðan sem nú hefur verið útbúin í kjallara húss aðventista sé til mikilla bóta þó ekki sé um framtíðarlausn að ræða. Ólafur sagði að atvinnumöguleikar væru mjög góðir í veiðarfæragerð þó greinin sé fámenn en um 30 nemendur eru nú á samningi og hafa aldrei verið fleiri. Námið tekur 3 ár og verður 70-80% af því í fjarkennslu. Í vor fara nemendur í veiðarfæragerð í námsferð til útlanda og hefur fengist styrkur vegna fararinnar frá Leonardo-sjóðnum. Undirritaðir voru samningar Fjölbrautaskóla Suðurnesja við Stýrimannaskólann í Reykavík og Hafrannsóknarstofnun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024