Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný aðföng til Byggðasafns Reykjanesbæjar
Föstudagur 8. júlí 2005 kl. 19:04

Ný aðföng til Byggðasafns Reykjanesbæjar

Byggðasafni Reykjanesbæjar hefur verið afhentur til varðveislu munur úr breska olíuskipinu Clam sem strandaði á Reykjanesi fyrir 55 árum. Um er að ræða forláta kommóðu.

Kommóðan var í breska olíuskipinu Clam sem strandaði við Reykjanes, skammt frá Reykjanesvita, þann 27. febrúar 1950. Sigurjón Ólafsson, vitavörður, kom að strandstað og tók þátt í björgunaraðgerðum.

Kommóðan kemur til safnsins frá syni hans Ólafi en talsvert af munum var bjargað úr skipinu.
Tuttugu og sjö úr áhöfninni drukknuðu, flestir er þeir reyndu að bjarga sér í land með björgunarbátum.

Björgunarsveit Grindavíkur undir stjórn Tómasar Þorvaldssonar, bjargaði 19 mönnum með því að skjóta línu út í skipið og 4 til viðbótar björguðust. Líklegt er talið að bjarga hefði mátt flestum ef ekki öllum úr áhöfninni ef þeir hefðu beðið í skipinu í stað þess að freista þess að ná landi í björgunarbátunum. Fimmtán lík rak á land og voru þau jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Skipið var að mestu mannað Kínverjum og breskum yfirmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024