Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Núverandi staða algerlega óviðunandi
Miðvikudagur 2. febrúar 2022 kl. 13:34

Núverandi staða algerlega óviðunandi

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi í gær og er bókunin samhljóða bókun bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Bókunin er vegna frumvarps til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.

„Undirbúningur að uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir á annan áratug og ennþá er ekki komin niðurstaða um hvernig línan verði lögð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Núverandi staða málsins er algerlega óviðunandi.

Það er fyrir löngu orðið mjög aðkallandi að auka afhendingaröryggi raforku til Reykjanesbæjar, sem og til að mæta eftirspurn og þörf fyrir aukna raforku bæði vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingar atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að það sé brýnt og aðkallandi að fá niðurstöðu varðandi uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 og að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst.

Bæjarstjórn gerir þá kröfu að allir viðkomandi aðilar leggi sitt af mörkum til lausnar málsins, hvort sem það á við um sveitarfélög á svæðinu, Landsnet eða stjórnvöld sem málið varðar, stofnanir ríkisins, ráðuneyti og Alþingi.“

Undir bókunina rita Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted.