Núverandi kerfi úrelt
				
				Núverandi upplýsingakerfi Bókasafns Reykjanesbæjar er úrelt að mati Menningar- og safnaráðs. Ráðið mælir því með að Reykjanesbær gerist stofnaðili að hlutafélagi um kaup á Aleph 500, sem er nýtt upplýsingakerfi fyrir bókasöfn. Í bókun ráðsins segir m.a. að: „...mikilvægt er að Bókasafn Reykjanesbæjar sé enn sem fyrr í fararbroddi meðal almenningsbókasafna í landinu og geti með stofnaðild haft áhrif á skipulagningu og þróun mála frá upphafi.“
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				