Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Númer fjarlægð af átta bifreiðum
Mynd úr safni.
Föstudagur 4. október 2013 kl. 10:43

Númer fjarlægð af átta bifreiðum

Ökumaður undir áhrifum kannabisefna

Lögreglan á Suðurnesjum fjarlægði í vikunni skráningarnúmer af átta bifreiðum, sem voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma. Tvær bifreiðanna voru bæði ótryggðar og óskoðaðar.
Þá hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að einn þeirra hafði neytt kannabisefna og hinir tveir reyndust vera undir áhrifum áfengis. Þá óku fjórir ökumenn  réttindalausir, þar sem ökuréttindi þeirra voru útrunnin og einn til viðbótar reyndist aka sviptur ökuréttindum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024