Nú fagna himins englar
Jólatónleikar í Keflavíkurkirkju 18.desember kl. 20.00 og í Fríkirkjunni í Reykjavík 21.desember kl.17.00. Fram koma söngvararnir Margrét Sigurðardóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Hafsteinn Þórólfsson og Þorbjörn Sigurðsson sem einnig leikur a gítar. Anna Rún Atladóttir leikur á píanó.Tónlistin er tileinkuð jólunum og aðventunni, ýmist einsöngs- eða samsöngslög og kemur úr hinum áttum; Á efnisskránni eru m.a. Ave María e. Bizet og Corpus Christi Carol e. Britten, aríur úr Messíasi e.Handel ásamt íslenskum þjóðlögum og ýmsu fleira góðgæti. Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi og í einhverjum lögum syngja allir með sem vilja.
Verð á tónleikana er 1200/1000 kr. Forsala aðgöngumiða er í síma 692 3510
Margrét Sigurðardóttir er um þessar mundir við framhaldsnám í Royal Academy of Music. Hún söng nýlega í Messíasi e. Handel í London og hefur komið víða fram bæði hér á landi og erlendis. Áður en söngnámið í London hófst lauk hún 8.stigi í söng og 7.stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og var eitt ár í Vínarborg við söngleikjadeild Konservatorium der Stadt Wien. Hún var einnig meðlimur í Scola Cantorum við Hallgrímskirkju í tvö ár. Þá hefur hún tekið þátt í söngleikjauppfærslum hérlendis; Hárinu, Evítu og Kysstu mig Kata auk þess að hafa sungið með hljómsveitum og lagt
stund á tónsmíðar.
Edda Hrund Harðardóttir er einnig í framhaldsnámi í Royal Academy of Music. Hún hélt nýlega einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi en hefur víða komið fram; m.a. fór hún með hlutverk Barbarinu í Brúðkaupi Figarós e. Mozart í Litla leikhúsinu í Suður-Frakklandi. Þá söng hún í Mozart Requiem í Kirkju heilags Leonards í London og mun fara með hlutverk Anchen í óperustúdíói Royal Academy í janúar. Áður en Edda Hrund hélt til London átján ára gömul lærði hún söng hjá Þuríði Pálsdóttur í Söngskóla Reykjavíkur.
Hafsteinn Þórólfsson er nú á lokaári í Söngskólanum í Reykjavík þar sem hann lærir hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hann hefur sungið með kammerkórnum Scola Cantorum síðastliðin þrjú ár og stefnir að framhaldsnámi í Þýskalandi næsta vetur. Hann tók þátt í Sumaróperu Reykjavíkur síðastliðið sumar þar sem hann söng í Dido & Aenas, einnig tók hann þátt í verkefninu Röddum Evrópu árið 2000. Þá var hann einsöngvari með Mótettukór Hallgrímskirkju á ferðalagi kórsins um Kanada í fyrrasumar.
Þorbjörn Sigurðsson hefur sungið um árabil með Mótettukór Hallgrímskirkju og síðastliðinn vetur með Scola Cantorum. Hann hefur einnig komið víða fram sem píanóleikari og gítarleikari.
Anna Rún Atladóttir útskrifaðist með fiðlukennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1992 og píanókennarapróf þremur árum síðar. Hún stundaði framhaldsnám í London við Trinity College of Music og við London College of Music and Media, þaðan sem hún lauk einleikaraprófi á píanó og Mmus gráðu í píanóundirleik. Hún starfar nú sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík og sem fiðlukennari við Tónmenntaskólann í Reykjavík auk þess að koma reglulega að tónleikahaldi hér á Íslandi og erlendis.
Verð á tónleikana er 1200/1000 kr. Forsala aðgöngumiða er í síma 692 3510
Margrét Sigurðardóttir er um þessar mundir við framhaldsnám í Royal Academy of Music. Hún söng nýlega í Messíasi e. Handel í London og hefur komið víða fram bæði hér á landi og erlendis. Áður en söngnámið í London hófst lauk hún 8.stigi í söng og 7.stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og var eitt ár í Vínarborg við söngleikjadeild Konservatorium der Stadt Wien. Hún var einnig meðlimur í Scola Cantorum við Hallgrímskirkju í tvö ár. Þá hefur hún tekið þátt í söngleikjauppfærslum hérlendis; Hárinu, Evítu og Kysstu mig Kata auk þess að hafa sungið með hljómsveitum og lagt
stund á tónsmíðar.
Edda Hrund Harðardóttir er einnig í framhaldsnámi í Royal Academy of Music. Hún hélt nýlega einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi en hefur víða komið fram; m.a. fór hún með hlutverk Barbarinu í Brúðkaupi Figarós e. Mozart í Litla leikhúsinu í Suður-Frakklandi. Þá söng hún í Mozart Requiem í Kirkju heilags Leonards í London og mun fara með hlutverk Anchen í óperustúdíói Royal Academy í janúar. Áður en Edda Hrund hélt til London átján ára gömul lærði hún söng hjá Þuríði Pálsdóttur í Söngskóla Reykjavíkur.
Hafsteinn Þórólfsson er nú á lokaári í Söngskólanum í Reykjavík þar sem hann lærir hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hann hefur sungið með kammerkórnum Scola Cantorum síðastliðin þrjú ár og stefnir að framhaldsnámi í Þýskalandi næsta vetur. Hann tók þátt í Sumaróperu Reykjavíkur síðastliðið sumar þar sem hann söng í Dido & Aenas, einnig tók hann þátt í verkefninu Röddum Evrópu árið 2000. Þá var hann einsöngvari með Mótettukór Hallgrímskirkju á ferðalagi kórsins um Kanada í fyrrasumar.
Þorbjörn Sigurðsson hefur sungið um árabil með Mótettukór Hallgrímskirkju og síðastliðinn vetur með Scola Cantorum. Hann hefur einnig komið víða fram sem píanóleikari og gítarleikari.
Anna Rún Atladóttir útskrifaðist með fiðlukennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1992 og píanókennarapróf þremur árum síðar. Hún stundaði framhaldsnám í London við Trinity College of Music og við London College of Music and Media, þaðan sem hún lauk einleikaraprófi á píanó og Mmus gráðu í píanóundirleik. Hún starfar nú sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík og sem fiðlukennari við Tónmenntaskólann í Reykjavík auk þess að koma reglulega að tónleikahaldi hér á Íslandi og erlendis.