Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 21. febrúar 2004 kl. 10:28

Nóttin róleg hjá lögreglu

Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni í Keflavík og bar fátt til tíðinda að sögn varðstjóra. Veðrið var þó ekki jafn rólegt og vakt lögreglunnar, en töluvert hvassviðri var í alla nótt. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norðvestan 8-13 m/s og stöku él norðaustanlands fram til kvölds, en lægir smám saman annars staðar og léttir til. Suðvestan 5-10 og lítilsháttar slydda eða snjókoma vestanlands seint í nótt. Hvessir um allt land á morgun. Suðvestan 13-20 og rigning eða slydda á vesturhelmingi landsins síðdegis, en heldur hægari fyrir austan, skýjað og úrkomulítið. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins. Hlýnandi í nótt og á morgun, fyrst vestanlands og hiti víða 0 til 7 stig síðdegis á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024