Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 31. ágúst 2003 kl. 12:03

Nóttin róleg hjá lögreglu

Nóttin var róleg hjá Lögreglunni í Keflavík, þrátt fyrir að skemmtanir hafi verið fjölmennar víða á Suðurnesjum. Í Sandgerði voru dansleikir á Vitanum og veitingastaðnum Mamma Mía. Í Keflavík var dansleikur með Sálinni hans Jóns míns í Stapanum og fóru allir þessir mannfagnaðir vel fram. Þó var ein líkamsárás kærð í Sandgerði í nótt en þar hlaut maður minniháttar áverka í andliti. Lögreglan kærði auk þess nokkur umferðarlagabrot, en að öðru leiti var nóttin róleg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024