Nóttin róleg hjá lögreglu
Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík að sögn Skúla Jónssonar varðstjóra. Ekkert fréttnæmt gerðist. Helgin var hins vegar mjög lífleg hjá lögreglunni. Fangageymslur voru fullar á laugardagskvöld og lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði í heimahúsum og á skemmtistöðum. Þá voru nokkrir kærðir fyrir umferðarlagabrot.