Notendur Símnets sáu ekki vf.is
Við flutning á vefþjóni Víkurfrétta komu upp nokkur vandamál sem tók nokkurn tíma að yfirstíga. Þannig gátu þeir sem hafa internetáskrift í gegnum Símnet ekki skoðað síðuna frá því um síðustu helgi og þar til í dag. Nú ætti að vera búið að koma í veg fyrir þetta vandamál og biðjum við fréttaþyrsta notendur afsökunar á óþægindunum.