Notalegt í Eldey í kvöld
– lokakvöld, tískusýning og dregið í happdrætti
Lokakvöldið í notalegum nóvember verður haldið í Eldey í kvöld fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:00 en þá verða dregnir út vinningar í happadrætti Suðurnesja og lukkupottinum í Eldey. Tískusýning hönnuða hefst kl. 20:30 og dregið verður úr vinningum að því loknu.
Vinnusmiðjur í húsinu verða opnar og sprotafyrirtæki kynna fjölbreytt verkefni í notalegu andrúmslofti. Pop – up markaðurinn verður á sínum stað sem og nýja hönnunarbúðin Kommisarý. Smári klári sér um tónlistina og boðið verður upp á léttar veitingar.
Geosilica kynnir heilsuvörur úr kísil og Fiskland kynnir nýja tegund af fiskisnakki. Þá verður Óli Haukur ljósmyndari Ozzo á bak við linsuna og býður gestum skemmtilega jólamyndatöku.
Rakel Garðarsdóttir og Margrét Martinsdóttir munu kynna nýútkomna bók sína Vakandi veröld – bók fyrir alla sem bera velferð sína og umhverfisins fyrir brjósti og Steinbogi kynnir kvikmyndagerð á Suðurnesjum.
Opið 20:00 – 22:00.
Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú