Notaleg sögustund á Bókasafninu
-Halla Karen las fyrir börnin
Það er notaleg jólastemmning á Bókasafni Reykjanesbæjar þessa dagana og boðið upp á upplestur af ýmsu tagi á aðventunni.
Börn og foreldrar áttu notalega samverustund í morgun þar sem Halla Karen las jólasögur og söng jólakvæði og virtist börnunum vel líka.