Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nota útblástur iðnvera í vistvæna framleiðslu
Föstudagur 17. maí 2013 kl. 16:30

Nota útblástur iðnvera í vistvæna framleiðslu

Grænn efnavinnslugarður er í undirbúningi í Helguvík, sem yrði samhliða uppbyggingu álvers og kísilvers.  Reykjanesbær og fyrirtækið Carbon Recycling hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu slíks garðs sem m.a. nýtir úrgang verksmiðja til eldsneytis- og efnaframleiðslu. Þetta kom m.a. fram á íbúafundum með bæjarstjóra sem nýlokið er í Reykjanesbæ.

Vistvænn eða grænn efnavinnslugarður er staður þar sem nokkur efnavinnslufyrirtæki eru tengd saman á þann hátt að eitt fyrirtæki notar hliðarafurðir og útblástur nágrannans til að framleiða verðmæta vöru og þannig koll af kolli.

„Á sama hátt og menn sjá hvernig unnt er að nýta þorskinn, ekki aðeins með því að flaka hann, selja flökin en henda öðru, hefur verið sýnt fram á að með því að nýta það sem áður var hent, verða til mun fleiri og verðmætari vörur og verðmætari störf. Hugmyndin er því eins og í fullvinnslu sjávarafurða, þar sem meira að segja slógið er orðið að dýrmætu efni eftir meðhöndlun. Hér er stefnt á að nýta útblástur og úrgangsefni frá kísilveri og álveri sem vistvænt hráefni fyrir aðrar verksmiðjur“, segir Árni

Fyrirtækið CRI framleiðir nú eldsneyti m.a. úr koltvísýringi í Svartsengi. Annað fyrirtæki Atlantic Green Chemistry - AGC mun nýta afgangsafurðir úr iðnaði og hefur gengið í gegnum umhverfismat í Helguvík. Það hyggst framleiða vistvænt glykol. Það er meðal annars notað sem afísingarvökvi fyrir flugvélar, framleiddur m.a. úr gufu og útstreymi frá kísilveri. „Allt byggir þetta þó á því að grunngreinarnar nái að komast á legg“, segir Árni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024