Norsk stjórnvöld sögð þreytt á aðgerðarleysi eiganda Guðrúnar Gísladóttur
Norska strandgæslan er orðin þreytt á aðgerðaleysi eiganda Guðrúnar Gísladóttur KE sem enn liggur á hafsbotni á um 40 metra dýpi í Nappstraumen, að því er fram kemur á fréttavefnum IntraFish.
Guðrún Gísladóttir sökk í júní í fyrrasumar með um 870 tonn af frystri síld og um 300 tonn af olíu innanborðs. Norsk stjórnvöld veittu útgerð Guðrúnar frest til 1. maí til að ná skipinu upp. Síðar varð að samkomulagi að aðgerðum yrði frestað í rúman mánuð vegna óhagstæðs veðurs og tilraunir aftur hafnar undir lok apríl.
Að sögn Intrafish bendir lítt til þess að verið sé að vinna af alvöru í að ná skipinu upp.
Morgunblaðið greindi frá þessu.
Guðrún Gísladóttir sökk í júní í fyrrasumar með um 870 tonn af frystri síld og um 300 tonn af olíu innanborðs. Norsk stjórnvöld veittu útgerð Guðrúnar frest til 1. maí til að ná skipinu upp. Síðar varð að samkomulagi að aðgerðum yrði frestað í rúman mánuð vegna óhagstæðs veðurs og tilraunir aftur hafnar undir lok apríl.
Að sögn Intrafish bendir lítt til þess að verið sé að vinna af alvöru í að ná skipinu upp.
Morgunblaðið greindi frá þessu.