Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norrænn fjármálaráðherrafundur í Keflavík
Þriðjudagur 18. maí 2004 kl. 14:57

Norrænn fjármálaráðherrafundur í Keflavík

Fjármálaráðherrar norðurlanda funduðu í gær og í dag í Keflavík undir forsæti Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra. Fundurinn var haldinn á Hótel Keflavík.

Á  fundinum  var m.a. fjallað um efnahagshorfur á Norðurlöndum en þær verða að teljast góðar um þessar mundir og betri en víða annars staðar í Evrópu, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Að  undanförnu  hefur  verið  unnið að því að ryðja úr vegi hindrunum milli Norðurlandanna  á  ýmsum  sviðum  og  skattamál eru eitt þeirra. Hefur Paul Schlüter,  fyrrv.  forsætisráðherra  Danmerkur,  unnið  að þessu verkefni á vegum forsætisráðherra Norðurlandanna og sótti hann fundinn í dag.

Á  fundinum  var  ákveðið  að  koma  á fót sérstakri samráðsnefnd, norrænni netskattstofu  (nordisk  virtuel  skattekontor),  sem  ætlað er að auðvelda fólki  að  ráða  fram úr vandamálum varðandi skattamál sem snerta fleira en eitt  Norðurlandanna.  Jafnframt  var ákveðið að setja á stofn sameiginlega vefgátt  með  upplýsingum á öllum Norðurlandamálunum um skattaleg málefni í hverju  landi fyrir sig (nordisk skatteportal). Þessi vefgátt verður vistuð á Íslandi.

Ráðherrarnir   fjölluðu   einnig   um   stefnu  Evrópusambandsins  varðandi skattlagningu  á  áfengi. Norrænu ESB löndin hyggjast beita sér fyrir hærri lágmarksskatti á áfengi og gegn rýmri innflutningsreglum.

Myndirnar: Fjármálaráðherrar norðurlandanna héldu blaðamannafund á Hótel Keflavík áður en þeir héldu af landi brott. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024