Norrænir funda í Garði um helgina
Um komandi helgi Norræna félagið á Íslandi halda sambandsþing sitt eins og gert er annað hvert ár. Í þetta sinn verður þingið haldið í Sveitarfélaginu Garði en ekki er vitað til að það hafi áður verið haldið á Suðurnesjum. Deild Norræna félagsins í Garði verður gestgjafi og er það bæði spennandi verkefni og mikil áskorun fyrir svo unga deild en hún hefur góðan stuðning frá deildunum í Vogum og Reykjanesbæ. Sambandsþingið verður haldið í Miðgarði í Gerðaskóla.