Nóró-veiran lagði yfir 20 starfsmenn HSS
Nóró-veiran setti strik í reikninginn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í sumar. Milli 15 og 20 sjúklingar veiktust og þurftu á einangrun að halda. Yfir 20 starfsmenn veiktust af þessari óþverra veiru en hún fer svo sannarlega ekki í manngreinarálit, segir í pistli sem Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS hefur skrifað.
Um leið og Nóró-veiran tók hús á HSS þurfti að loka D-deildinni fyrir innlögnum en sumarið er annasamasti tími ársins vegna sumarfría starfsfólks.
Það er hægt að fullyrða að starfsfólk D deildar hefur fengið mikla þjálfun í hvernig skal snúa sér þegar þennan vágest ber að garði og getur gefið ráðgjöf langt út fyrir veggi stofnunarinnar, segir forstjórinn í pistli sínum.
Fleiri fréttir úr pistli forstjóra HSS hér á vf.is á morgun.