Norðvestan stormur eða rok í dag
Appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi á Suðurnesjum í dag frá kl. 13:30 til 17:00. Veðurspá gerir ráð fyrir norðvestan 20-28 m/s sunnantil á Faxaflóa eftir hádegi. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum sem geta fokið.
Faxaflói
Hvassviðri eða stormur og talsverð rigning. (Gult ástand)
21. september kl. 10:00 – 13:30
Suðaustan og austan 15-20 m/s og talsverð rigning, en norðaustan 20-25 á Snæfellsnesi. Varasamt ferðaveður og fólki er bent á að tryggja lausamuni.
Norðvestan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
21. september kl. 13:30 – 17:00
Norðvestan 20-28 m/s sunnantil á Faxaflóa en norðan 20-25 yst á Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll og fólk er hvatt til að huga að lausamunum. Slæmt ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.