Norðurvíkingur 2007 á Keflavíkurflugvelli í ágúst
Fyrsta varnaræfingin sem fram fer á Íslandi á grundvelli varnarsamkomulags íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 11. október, 2006 fer fram hér á landi dagana 13. - 16. ágúst n.k. Markmið æfingarinnar er að æfa flutning liðsafla til landsins á hættu- og ófriðartímum, staðsetningu, varnarviðbúnað, ákvarðanatöku og samræmingu við íslensk stjórnvöld. Fyrirhugað er að æfingar af þessu tagi verði áfram reglubundinn hluti af varnarviðbúnaði landsins líkt og verið hefur undanfarinn aldarfjórðung.
Æfingin Norðurvíkingur 2007 skiptist í tvo aðskilda þætt; loftvarnaæfingu og æfingu gegn hermdar- og hryðjuverkum. Yfirstjórn æfingarinnar verður í höndum fulltrúa utanríkisráðherra, en samræmingaraðili fyrir loftvarnaæfinguna verður fulltrúi bandaríska flughersins í Evrópu og fulltrúi ríkislögreglustjóra fyrir æfinguna gegn hermdar- og hryðjuverkum.
Þrjár F-15 orrustuflugvélar og tvær KC-135 eldsneytisflugvélar frá bækistöðvum bandaríska flughersins í Bretlandi koma til þátttöku í loftvarnaæfingunni ásamt tveimur F-16 orrustuflugvélum og einni P-3 eftirlits- og kafbátaleitarflugvél norska flughersins. Tvær AWACS ratsjárflugvélar í eigu Atlantshafsbandalagsins taka einnig þátt í æfingunni, en önnur þeirra mun fljúga frá Noregi án viðkomu hér á landi. Þá tekur Danska varðskipið Triton þátt í hluta loftvarnaæfingarinnar og stendur leitar- og björgunarvakt ásamt tveimur björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar. Yfirstjórn loftvarnaæfingarinnar verður í ratsjármiðstöðinni á nýskilgreindu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og er áætlaður fjöldi þátttakenda í þessum hluta varnaræfingarinnar um 240 manns.
Í æfingunni gegn hermdar- og hryðjuverkum taka þátt 20 norskir, 6 danskir og 16 lettneskir sérsveitarmenn auk 15 manna úr sérsveit ríkislögreglustjóra (Víkingasveitinni) eða alls 65 manns. Heildarfjöldi þátttakenda verður því alls um 300 manns, 13 flugvélar og þyrlur og eitt eftirlitsskip.
Liðsmenn erlendra sveita munu dveljast í íbúðum á öryggissvæðinu og fluglið þeirra hefur aðstöðu í flugskýli á austurflughlaði Keflavíkurflugvallar sem áður var í höndum varnarliðsins. Starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Ratsjárstofnunar og fleiri hafa veg og vanda að undirbúningi á Keflavíkurflugvelli sem m.a. tekur til endurnýjunar á öryggisbúnaði fyrir orrustuþotur á flugbrautum, þ.e. vírum með hemlabúnaði sem þoturnar geta gripið í lendingu líkt og á flugmóðurskipi ef á þarf að halda.
Af vef Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli
Æfingin Norðurvíkingur 2007 skiptist í tvo aðskilda þætt; loftvarnaæfingu og æfingu gegn hermdar- og hryðjuverkum. Yfirstjórn æfingarinnar verður í höndum fulltrúa utanríkisráðherra, en samræmingaraðili fyrir loftvarnaæfinguna verður fulltrúi bandaríska flughersins í Evrópu og fulltrúi ríkislögreglustjóra fyrir æfinguna gegn hermdar- og hryðjuverkum.
Þrjár F-15 orrustuflugvélar og tvær KC-135 eldsneytisflugvélar frá bækistöðvum bandaríska flughersins í Bretlandi koma til þátttöku í loftvarnaæfingunni ásamt tveimur F-16 orrustuflugvélum og einni P-3 eftirlits- og kafbátaleitarflugvél norska flughersins. Tvær AWACS ratsjárflugvélar í eigu Atlantshafsbandalagsins taka einnig þátt í æfingunni, en önnur þeirra mun fljúga frá Noregi án viðkomu hér á landi. Þá tekur Danska varðskipið Triton þátt í hluta loftvarnaæfingarinnar og stendur leitar- og björgunarvakt ásamt tveimur björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar. Yfirstjórn loftvarnaæfingarinnar verður í ratsjármiðstöðinni á nýskilgreindu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og er áætlaður fjöldi þátttakenda í þessum hluta varnaræfingarinnar um 240 manns.
Í æfingunni gegn hermdar- og hryðjuverkum taka þátt 20 norskir, 6 danskir og 16 lettneskir sérsveitarmenn auk 15 manna úr sérsveit ríkislögreglustjóra (Víkingasveitinni) eða alls 65 manns. Heildarfjöldi þátttakenda verður því alls um 300 manns, 13 flugvélar og þyrlur og eitt eftirlitsskip.
Liðsmenn erlendra sveita munu dveljast í íbúðum á öryggissvæðinu og fluglið þeirra hefur aðstöðu í flugskýli á austurflughlaði Keflavíkurflugvallar sem áður var í höndum varnarliðsins. Starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Ratsjárstofnunar og fleiri hafa veg og vanda að undirbúningi á Keflavíkurflugvelli sem m.a. tekur til endurnýjunar á öryggisbúnaði fyrir orrustuþotur á flugbrautum, þ.e. vírum með hemlabúnaði sem þoturnar geta gripið í lendingu líkt og á flugmóðurskipi ef á þarf að halda.
Af vef Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli