Norðurljósin dansandi á himnum
Það var mikill ljósagangur á himni nærri miðnætti í gærkvöldi þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum myndum. Vitinn á Garðskaga er vinsælt form í myndum ljósmyndara og listamanna. Flestir koma að Garðskagavita á sumrin til að njóta sólseturs en færri hafa notið þess að hafa vitann í forgrunni dansandi norðurljósa.
Ljósmyndavélin nær einnig að fanga ýmislegt sem mannaugað nemur ekki. Þannig er ljósagangurinn á myndunum afrakstur þess að hafa linsuna opna í 30 sekúndur á stærsta ljósopi. Þannig nær myndavélin að drekka í sig alla þá birtu sem hún nemur á sama tíma og mannsaugað sér miklu meira myrkur. Guli blærinn á gamla vitanum á Garðskaga er svo ljósið úr nýja vitanum (byggður 1944) þegar það skellur á vitanum með nokkurra sekúndna millibili.
Á myndinni af eyðibýlinu í Leiru vekur ljósrák með landinu athygli. Það er af bifreið sem brunaði framhjá ljósmyndaranum eftir Garðveginum.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmyndavélin nær einnig að fanga ýmislegt sem mannaugað nemur ekki. Þannig er ljósagangurinn á myndunum afrakstur þess að hafa linsuna opna í 30 sekúndur á stærsta ljósopi. Þannig nær myndavélin að drekka í sig alla þá birtu sem hún nemur á sama tíma og mannsaugað sér miklu meira myrkur. Guli blærinn á gamla vitanum á Garðskaga er svo ljósið úr nýja vitanum (byggður 1944) þegar það skellur á vitanum með nokkurra sekúndna millibili.
Á myndinni af eyðibýlinu í Leiru vekur ljósrák með landinu athygli. Það er af bifreið sem brunaði framhjá ljósmyndaranum eftir Garðveginum.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson