Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Norðurljósavélin opnaði Birmingham flugleið Icelandair
    Birkir Hólm frá Icelandair og Þórður Ægir Óskarsson sendiherra Íslands í Englandi ásamt borgarstjórahjónunum í Birmingham og framkvæmdastjóra Birmingham flugvallarins með glæsilega köku í tilefni fyrsta flugsins. VF-myndir/pket.
  • Norðurljósavélin opnaði Birmingham flugleið Icelandair
Mánudagur 9. febrúar 2015 kl. 14:12

Norðurljósavélin opnaði Birmingham flugleið Icelandair

„Það er mjög ánægjulegt að fá svona góðar viðtökur við fluginu og við höfum átt gott samstarf við borgaryfirvöld og flugvöllinn við undirbúning þess”, segir Birkir Hólm framkvæmdastjóri Icelandair,“ en félagið hóf sl. fimmtudag reglulegt áætlunarflug til Birmingham í Englandi. Norðurljósavél Icelandair vakti athygli þegar hún lenti í borginni.
Birmingham er næst stærsta borg Englands og er  fimmti áfangastaður Icelandair í Bretlandi og bætist í hóp London Heathrow, London Gatwick, Manchester og Glasgow. Flogið er tvisvar í viku, á fimmtudögum og mánudögum.

Birmingham og nágrannaborgir hennar eru stórt markaðssvæði á milli Manchester og London og ferðamenn þaðan nota Birminghamflugvöll mikið. „Við gerum ráð fyrir að farþegar á þessari leið verði einkum breskir ferðamenn leið til Íslands, og einnig farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll milli áfangastaða okkar í Norður-Ameríku annars vegar og Bretlandi hins vegar, og styrkja þannig leiðakerfi Icelandair á Norður-Atlantshafinu. Birmingham hefur einnig upp fjölmargt að bjóða fyrir íslenska ferðamenn“, segir Birkir.
Icelandair flýgur á þessu ári til 39 áfangastaða, 25 í Evrópu og 14 í Norður Ameríku. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur á síðustu fimm árum.

Bir­ming­ham hef­ur einnig upp fjöl­margt að bjóða fyr­ir ís­lenska ferðamenn. Listir, menning, íþróttalíf og verslun eru stórir þættir í borginni. Verðlag er hagstæðara en í London en þeir sem vilja fara til að njóta verslunar verða ekki fyrir vonbrigðum því úrvalið er mjög mikið. Þá er flóra veitingastaða fjölbreytt en aðdáendur indversks matar munu án efa fagna því um 1200 indverskir staðir eru í borginni.
Aston Villa er fótboltalið borgarinnar í efstu deild í Englandi en fjölmörg önnur lið eru í næsta nágrenni eins og Birmingham, Coventry, Wolves og fleiri.

Úrval golfvalla er mikið en frægastur þeirra er Belfry en þar hefur Ryder bikarinn verið haldinn fjórum sinnum. Þar er geysilega fjölbreytt gisti- og veitingaaðstaða og þrír golfvellir.
Birkir Hólm sagði borgina hafa upp á ótrúlega mikið að bjóða fyrir ferðamenn og væri góð viðbót í flóruna sem Icelandair byði upp á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Birkir Hólm framkvæmdastjóri Icelandair klipptu á borða áður en fyrstu farþegarnir gengu um borð í Norðurljósavélina sem flaug fyrstu ferðina til Birmingham. VF-myndir/pket.

Fulltrúar Icelandair með borgarstjóra Birminghamborgar, framkvæmdastjóra Birminghamflugvallar og sendiherra Íslands í Englandi.

Norðurljósavél Icelandair vakti óskipta athygli í Birmingham.

Áhöfn Icelandair með starfsmanni félagsins á flugvellinum í fyrsta fluginu til Birmingham.

Suðurnesjamenn áttu sína fulltrúa í Birmingham. Ástþór Ingason sem gerði garðinn frægan með körfuboltaliði UMFN á sínum tíma er forstöðumaður stöðvareksturs Icelandair og Jenný Waltersdóttir stöðvarstjóri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Og hér er Keflavíkurmærin Guðrún Lilja Sigurðardóttir aðstoðarkona Birkis Hólm sem þarna er henni næstur og síðan Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi félagsins.

Forráðamenn Birmingham flugvallar fögnuðu komu Icelandair og buðu gestum í veitingar af því tilefni. Klakaskraut þótti við hæfi þegar vél frá Íslandi var að bætast í hóp véla sem fljúga til Birmingham.



Verslun er hagstæð og fjölbreytni mikil í Birmingham.



Stemmning á útimarkaði í borginni. Kolaport þeirra í Birmingham.



Fótbolti, já, já. Mörg kunn lið en Aston Villa heldur uppi merkjum í efstu deild í enska boltanum.

Veitingastaðir í þúsundavís. Hér er einn uppi á 25. hæð í háhýsi.

Kylfingar verða ekki fyrir vonbrigðum. Þekktir og minna þekktir vellir eru í og við borgina. Hér er mynd af 10. braut á Belfry vellinum sem er steinsnar frá flugvellinum. Belfry er einn kunnasti golfvöllur í Bretlandi en þar hefur Ryder-bikarinn fjórum sinnum farið fram.