Norðurljósaveislan verður í kvöld
- slökkva á lýsingu á Garðskaga til að auka norðurljósaupplifunina
Mikilli norðurljósavirkni er spáð í kvöld og til að auka á gleðina þá verður heiðskírt veður. Norðurljósin voru hreint mögnuð í gærkvöldi en nú eru áhugasamir að búa sig undir enn meiri ljósaveislu þar sem spár gera ráð fyrir meiri ljósavirkni en í gærkvöldi.
Fjölmargir eru að gera tilraunir með að mynda norðurljós og hafa náð mismunandi tökum á verkefninu. Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, hefur tekið saman ágætar upplýsingar um norðurljósaljósmyndun sem má sjá hér.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður slökkt á götulýsingu á Garðskaga í kvöld og því tilvalið að koma þangað og njóta norðurljósadýrðarinnar.