Norðurljósaunnendur fastir í Sandvík
Tveir flokkar björgunarsveitarmanna frá Björgunarsveitinni Suðurnes voru sendir í Sandvík á Reykjanesi í nótt. Þar sat föst rúta full af ferðamönnum frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þeir voru hingað komnir til að njóta norðurljósa.
Að sögn Kára Viðars Rúnarssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes, tók um eina klukkustund að losa rútuna, sem sat kolföst í snjó og ófærð í Sandvík.
Myndin er af norðurljósum á Reykjanesi en myndina tók Olgeir Andrésson norðurljósaljósmyndari.