Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðurljós kæra Kapalvæðingu
Fimmtudagur 15. janúar 2004 kl. 15:33

Norðurljós kæra Kapalvæðingu

Lögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra gerðu í gær húsleit hjá fyrirtækinu Kapalvæðingu í Keflavík í kjölfar kæru frá Norðurljósum og gerðu bókhald og önnur gögn upptæk, en grunur leikur á um að fyrirtækið dreifi efni sjónvarpsrása sem Norðurljós hafa dreifingarrétt á.

Fyrirtækið Kapalvæðing hefur um árabil rekið sjónvarpskapalkerfi fyrir íbúa í Keflavík og m.a. dreift efni frá Sky sjónvarpsstöðinni, en Norðurljós hafa dreifingarrétt á þeirri stöð á Íslandi. Kapalkerfi hafa innheimt áskriftargjöld frá notendum kapalkerfisins og er mánaðargjaldið um 2500 krónur á mánuði. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var haft eftir Gísla Guðna Hall lögmanni Norðurljósa í málinu að Norðurljós áskilji sér rétt til skaðabóta, auk þess sem rétthafahópum hafi verið gert viðvart um málið.

Myndin: Móttökustöð Kapalvæðingar við Vallarbraut í Njarðvík og skjámyndir frá SKY.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024