Fimmtudagur 14. júní 2001 kl. 10:32
Norður-Víkingur hefst í næstu viku
Varnaræfingin Norður-Víkingur 2001 hefst mánudaginn 18. júní næst komandi og stendur til 24. júní. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hefur unnið að skipulagi æfingarinnar í samvinnu við varnarliðið, landhelgisgæsluna og yfirstjórn lögreglunnar.