Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðmenn segja skipstjórann ábyrgan fyrir skipsskaðanum
Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 17:00

Norðmenn segja skipstjórann ábyrgan fyrir skipsskaðanum

Norska blaðið Lofotposten segir í vefútgáfu sinni að röng ákvörðun íslenska skipstjórans á Guðrúnu Gísladóttur eftir að skipið strandaði hafi leitt til þess að skipið sökk. Arnt Enebakk, skipstjóri dráttarbátsins á staðnum, segir að skipstjórinn hafi stöðvað sig þegar hann vildi láta draga skipið á flot um 7-leytið á þriðjudagskvöldið en þá hefði verið nálægt háflæði.Hann hafi þá þegar verið búinn að draga skipið til þannig að aðeins þriðjungur þess hafi verið eftir á skerinu. Skipstjórinn hafi kosið þess í stað að láta dæla úr kælitönkum og við það hafi skipið misst stöðugleika og farið að hallast.
Lofotposten spyr hver beri mesta ábyrgð á að svo fór sem fór og svarar skipstjóri dráttarbátsins að það hljóti að vera íslenski skipstjórinn. „Þetta þurfti ekki að fara svona.“ Þetta kemur fram í DV í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024