Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðlæg átt og léttskýjað
Miðvikudagur 1. mars 2006 kl. 09:29

Norðlæg átt og léttskýjað

Í morgun var norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s og léttskýjað, en 10-15 og él úti við austurströndina. Frost var 0 til 11 stig, minnst á Garðskagavita.

Yfir SA-Grænlandi er 1037 mb hæð, en við Jótland er nærri kyrrstæð 989 mb lægð. Langt suðvestur í hafi er kröpp 970 mb lægð, sem hreyfist norðvestur.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, víða 3-8 m/s, en 10-15 með austurströndinni. Dálítil él norðaustan til, en annars léttskýjað. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024