Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Norðaustanátt og sólríkt
Laugardagur 28. júní 2008 kl. 09:19

Norðaustanátt og sólríkt

Það viðrar vel á gesti Sólseturshátíðarinnar í dag.
Veðurspáin gerir ráð norðaustan 8-15 við Faxaflóasvæðið , hvassast vestantil en allt að 20 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi fram eftir degi. Skýjað með köflum. Hægari á morgun og skúrir einkum norðantil. Hiti 6 til 12 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Norðaustan og norðan 5-13 m/s, hvassast austanlands. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestanlands, en annars rigning og talsverð væta á Austfjörðum. Hiti 6 til 15 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þriðjudag:
Vaxandi austan- og norðaustanátt og rigning, en úrkomulítið á vesturlandi fram eftir degi. Víða 13-18 m/s um kvöldið og talsverð úrkoma, einkum sunnan- og austanlands. Hlýnandi veður.

Á miðvikudag:
Stíf austlæg átt og væta um nær um allt land, en rofar til á Norðurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðanlands.

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt og dálítil væta með suður- og austurströndinni en annars nokkuð bjart veður. Hlýtt í veðri.