Norðaustanátt og næturfrost
Á Garðskagavita 9 ANA 7 og hiti 3 stig.
Klukkan 6 í morgun var norðaustanátt, víða 3-8 m/s, en norðan 8-13 við austurströndina. Skýjað norðaustanlands og sums staðar smáél, annars léttskýjað. Hiti var frá 3 stigum í Vestmannaeyjum niður í 6 stiga frost á Þingvöllum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en víða 10-15 á morgun. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark í nótt.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustanátt, víða 5-10 m/s. Dálítil él A-lands, annars þurrt og bjart veður. Bætir aðeins í vind þegar líður á daginn, einkum austantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum, en víða vægt næturfrost. Norðaustan 10-15 á morgun með skúrum eða éljum norðan- og austanlands, annars bjartviðri.