Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðaustanátt og kalt í veðri
Þriðjudagur 17. október 2006 kl. 08:46

Norðaustanátt og kalt í veðri

Klukkan 8 í morgun voru NA 8 og 4.5 stiga hiti á Garðskagavita
Klukkan 6 í morgun var norðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað en úrkomulítið norðaustanlands, annars léttskýjað. Hiti var frá 5 stigum í Vestmannaeyjum niður í 4 stiga frost á Nautabúi í Skagafirði.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en bætir heldur í vind á morgun. Hiti 1 til 5 stig, en víða vægt næturfrost.


Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-10 m/s, en hægari á Norðurlandi. Víða léttskýjað, en stöku skúrir eða él úti við austurströndina. Bætir heldur í vind á morgun. Hiti 0 til 6 stig, en vægt næturfrost í flestum landshlutum.

 

VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024