Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað
Austlæg átt, 5-10 m/s, 13-20 við suðausturströndina um hádegi. Bjartviðri víðast vestanlands, dálítil væta af og til suðaustanlands, en annars þurrt að kalla. Austan 10-18 á morgun og vætusamt sunnantil á landinu, en hægari og þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost í innsveitum. Heldur hlýnandi á morgun.
Faxaflói
Norðaustan 5-10 og léttskýjað, en 10-13 syðst í kvöld og þykknar upp. Austan 10-15 og fer að rigna síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 5-8 og léttskýjað, en 8-13 í kvöld og þykknar upp. Austan 10-15 og fer að rigna síðdegis á morgun. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning S-lands, en annars hægari og stöku skúrir. Hiti 1 til 6 stig, en víða næturfrost fyrir norðan.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustlæg átt með éljum N-lands, en annars hægari og skúrir. Kólnandi veður fyrir norðan.
Á miðvikudag:
Austanátt með rigningu eða slyddu og fremu mildu veðri.
Á fimmtudag og föstudag:
Breytilegar áttir og víða él.