Norðaustan 10-18 m/s og rigning í fyrstu
Austan- og norðaustan 10-18 og rigning S- og A-til en þurrt N-til í fyrstu. Sunnan 5-13 víðast hvar um hádegi og rigning með köflum en norðaustan strekkingur norðvestantil. Skúrir sunnan- og vestantil í kvöld og á morgun, annars svipað veður. Hiti yfirleitt 1 til 7 stig.
Faxaflói
Austan og norðaustan 10-18 og rigning í fyrstu, en síðan suðaustan 8-13 og rigning með köflum. Hægari í kvöld, en sunnan 5-10 á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-15 og rigning í fyrstu, en síðan suðaustan 5-10 og úrkomuminna. Sunnan og suðvestan 5-10 og skúrir í kvöld og á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Snýst í suðvestanátt, víða 10-15 m/s, fyrst S-lands. Rigning eða slydda í fyrstu, síðan skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Vestlæg átt og él, en þurrt og bjart A-lands. Kólnandi í bili.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með úrkomu, einkum S- og V-lands.