Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðanátt með björtu veðri
Miðvikudagur 15. september 2010 kl. 08:22

Norðanátt með björtu veðri


Það tekur að lægja við Faxaflóann í kvöld en í dag hljóðar veðurspáin upp á norðan 8-15 m/s og léttskýjað. Búast má við hægari norðaustanátt á morgun. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðan 8-13 m/s og léttskýjað, en 3-8 á morgun. Hiti 7 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Norðlæg átt, víða 5-10 m/s, en hvassara úti við A-ströndina. Dálítil væta NA-lands og slydda til fjalla, en annars léttskýjað. Hiti 3 til 12 stig að deginum, mildast syðst.

Á föstudag og laugardag:
Hæg breytileg eða austlæg átt og skýjað með köflum, en norðan 5-10 m/s og skúrir austast. Milt veður.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Austlægar áttir og víða dálitlar skúrir eða slydduél, en úrkomulítið SV-lands. Fremur svalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024