Nokkur umferðaróhöpp vegna slæmrar vetrarfærðar
Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gær vegna umferðaróhappa sem rekja mátti til slæmrar vetrarfærðar.
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut skammt frá Flugvallarvegi. Þar höfðu tvær bifreiðar rekist saman og þegar sú þriðja kom aðvífandi og rakst á hinar. Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar en meiðsli eru ekki talin alvarleg. Tvær bifreiðar voru dregnar af vettvangi með kranabifreið.
Póstflutningabifreið hafnaði utan vegar á Reykjanesbraut við Flugvallarveg og tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Innri-Njarðvík en tjón var ekki mikið og engin meiðsli.
Ein bifreið hafnaði utanvegar við Grindavíkurveg og önnur sömuleiðis við Garðveg. Ekki urðu meiðsl á fólki eða skemmdir á bílum.
Vinnuslys varð við nýbyggingu í Svartsengi en starfsmaður féll um tvo metra og meiddist á baki. Var starfsmaðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík til skoðunar.
Mynd: elg
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut skammt frá Flugvallarvegi. Þar höfðu tvær bifreiðar rekist saman og þegar sú þriðja kom aðvífandi og rakst á hinar. Fjórir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar en meiðsli eru ekki talin alvarleg. Tvær bifreiðar voru dregnar af vettvangi með kranabifreið.
Póstflutningabifreið hafnaði utan vegar á Reykjanesbraut við Flugvallarveg og tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Innri-Njarðvík en tjón var ekki mikið og engin meiðsli.
Ein bifreið hafnaði utanvegar við Grindavíkurveg og önnur sömuleiðis við Garðveg. Ekki urðu meiðsl á fólki eða skemmdir á bílum.
Vinnuslys varð við nýbyggingu í Svartsengi en starfsmaður féll um tvo metra og meiddist á baki. Var starfsmaðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík til skoðunar.
Mynd: elg