Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkur hundruð manns hafa farið inn á gossvæðið í dag
Kort af gönguleiðum þar sem hættusvæði er merkt inn ásamt hrauninu frá því 2021 hefur verið gefið út. Það er Grindavíkurbær sem er að láta vinna þetta kort, en það er verkfræðistofan Efla sem gerir kortið.
Mánudagur 8. ágúst 2022 kl. 21:39

Nokkur hundruð manns hafa farið inn á gossvæðið í dag

Undanfarnir sólarhringar hafa gengið ágætlega á gossvæðinu, segir í stöðuskýrslu frá almannavörnum sem gefin var út í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lokaði fyrir aðgang að svæðinu frá kl. 05.00 á sunnudagsmorgni vegna veðurs. Stefnt er að opnun kl. 10 í fyrramálið, þriðjudag, ef veður leyfir. Veðurspá gerir ráð fyrir töluverðri úrkomu og vindi fram til hádegis á morgun.

Kort af gönguleiðum þar sem hættusvæði er merkt inn ásamt hrauninu frá því 2021 hefur verið gefið út. Það er Grindavíkurbær sem er að láta vinna þetta kort, en það er verkfræðistofan Efla sem gerir kortið. Kortið sem var gefið út sl. föstudag er bráðabirgðakort, verið er að vinna í að gera það enn betra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Töluvert var um að fólk hefði ætlað á svæðið þrátt fyrir lokun og nokkur hundruð manns hafa farið inn á svæðið í dag. Unnið er að því að koma skýrum upplýsingum til ferðamanna um aðstæður og nauðsynlegan búnað fyrir ferðina. Unnið er að þéttari merkingum á gönguleiðum sem einnig er verið að laga og gera greiðfærari. Verið er að bæta og laga neyðarleiðir viðbragðsaðila að svæðinu í heild.

Veðurstofa Íslands mun fjölga gasmælum í kringum gosstöðvarnar þegar veður leyfir og gasdreifingarspá er að finna á heimasíðu þeirra. Veðurstöð er einnig tilbúin til uppsetningar á svæðinu þegar færi gefst. Fylgst er náið með breytingum á yfirborði í nágrenni gosstöðvanna, þ.m.t. á sprungum sem mynduðust í jarðskjálftahrinunni í aðdraganda gossins.