Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. október 2002 kl. 11:00

Nokkur gjaldþrot á Suðurnesjum

Héraðsdómur Reykjaness hefur síðustu misseri úrskurðað nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum gjaldþrota. Með úrskurði þann 26. ágúst sl. var bú G.M. margmiðlunar ehf., Vallargötu 14 tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptafundur fer fram 29. nóvember nk. Annað fyrirtæki í Keflavík, Kóngsbakki ehf. Lyngholti 19 hefur jafnframt verið lýst gjaldþrota. Skiptafundur fer einnig fram í því fyrirtæki 29. nóvember en lýsa ber kröfum í þrotabúin fyrir 23. nóvember nk.Héraðsdómur hefur einnig tekið bú Keilis KE 111, til heimilis að Vatnsnesvegi 12 í Keflavík til gjaldþrotaskipta. Blómastofa Guðrúnar, Hafnargötu 36a, Keflavík var tekin til gjaldþrotaskipta með dómi 19. september sl. og sama dag var bú Mb. Bátaþjónsustunnar ehf. að Vallargötu 35 í Sandgerði tekið til gjaldþrotaskipta. Sömu sögu er að segja af búi Fiskvinnslunnar Báru ehf, Strandgötu 6-8 í Sandgerði. Þá hefur bú Litalífs ehf. Kirkjuteigi 7 í Keflavík verið tekið til gjaldþotaskipta með dómi 26. ágúst. Tilkynningar um gjaldþrotin birtast reglulega í Lögbirtingablaðinu og hafa kröfuhafar tvo mánuði til að lýsa kröfum í búin eftir að tilkynning birtist í Lögbirtingablaðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024