Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 19:05

Nokkur atriði til upprifjunar fyrir sumarið

Lögreglan í Keflavík er byrjuð með umferðarátak þar sem athyglinni verður sérstaklega beint að nagladekkjum, en allir eiga að vera búnir að taka þau undan. Þá verður grannt fylgst með að hjólreiðamenn noti hjálma. Eftirvagnar eru skoðunarskyldir Eftirvagnar, s.s. snjósleða- og hestakerrur, verða undir sérstöku eftirliti á næstu vikum, en skráningarskyldir eftirvagnar eiga að skoðast með sama hætti og bílar. Fyrsta skoðun gildir í 3 ár, síðan annað hvert ár og eftir það árlega. Rétt er að taka fram að allar kerrur sem eru meira en 750 kg að heildarþyngd eru skráningarskyldar og eiga að vera með aksturshemli. Tengibúnaður Nú er ferðalagatíminn að renna upp og margir gera sig líklega til að halda af stað út úr bænum með hjólhýsið eða tjaldvagninn í eftirdragi. Slík tengitæki þurfa samþykktan tengibúnað. Sé tengibúnaður settur undir bifreið, verður að færa hana til skoðunar fyrir notkun og fá búnaðinn samþykktan. Í skráningarskírteinið er þá skráð hve þungan eftirvagn bifreiðin má draga. Lögboðinn ljósabúnaður Eftirvagnar sem vega 750 kg eða minna eru ekki skráningarskyldir, en þeir þurfa að hafa lögboðinn ljósabúnað, stöðuljós, hemlaljós, stefnuljós og númersljós. Þá skulu hjólbarðar skermaðir með aurhlífum. Skráningarnúmer bifreiðarinnar sem dregur vagninn á að vera aftan á eftirvagninum ef hann eða farmur hans skyggir á skráningarnúmer bifreiðarinnar. Neyðarhemlar Flestar óskráningarskyldar bílkerrur, tjaldvagnar og fellihýsi eru hengivagnar á einum ási og þurfa ekki að vera búnar neyðarhemli ef þeir eru undir 1500 kg. að heildarþyngd en það er algjört skilyrði að þeir séu með öryggiskeðju. Aðrir eftirvagnar og tengitæki eiga að vera búnir neyðarhemli sem stoppar vagninn, detti hann aftan úr bifreið. Hámarkahraði Þó svo að hámarkshraði á þjóðvegum sé yfirleitt 90 km/klst, þá er hann 80 km/klst ef menn eru með eftirvagn og tengitæki í eftirdragi. Leyfilegur hámarkshraði er hins vegar 60 km/klst fyrir eftirvagna sem eru 751-1500 kg að þyngd. Þá er átt við vagna sem ekki eru búnir hemlum, og voru skráðir fyrir 1. janúar 1996. Ef fólk er með spurningar varðandi útbúnað ökutækja og tengivagna, er þeim bent á að hafa samband við Bifreiðaskoðun Íslands eða lögregluna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024