Nokkuð um útköll lögreglu um helgina

Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir umferðalagabrot og voru tvö óhöpp á Reykjanesbrautinni, án alvarlegra meiðsla þó.
Þá hafði lögreglan afskipti af manni á fertugsaldri sem var mjög ölvaður og í annarlegu ástandi og fannst á honum þriggja gramma hassmoli. Á laugardagskvöld var tveimur heimagerðum hasspípum sem fundust á bílastæðum á Hjallavegi og Hringbraut skilað til lögreglunnar.