Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð um útköll lögreglu um helgina
Þriðjudagur 1. júní 2004 kl. 09:55

Nokkuð um útköll lögreglu um helgina

Nokkuð var um útköll hjá lögrelunni í Keflavík um helgina. Öll voru þau minniháttar þar sem var um að ræða skemmdarverk, slagsmál og smáþjófnaði þar sem áfengi kom oftar en ekki við sögu.

Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir umferðalagabrot og voru tvö óhöpp á Reykjanesbrautinni, án alvarlegra meiðsla þó.

Þá hafði lögreglan afskipti af manni á fertugsaldri sem var mjög ölvaður og í annarlegu ástandi og fannst á honum þriggja gramma hassmoli. Á laugardagskvöld var tveimur heimagerðum hasspípum sem fundust á bílastæðum á Hjallavegi og Hringbraut skilað til lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024