Nokkuð um árekstra en engin slys
Nokkrir minniháttar árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærdag. Á Reykjanesbraut rákust saman stór og lítill sendibíll. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti báðar bifreiðarnar með dráttarbifreið. Á Nesvegi varð árekstur tveggja bifreiða en engin slys á fólki. Þá varð árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar og annar á Njarðarbraut en engin slys á fólki.