Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð bjart næstu daga
Þriðjudagur 3. nóvember 2009 kl. 08:14

Nokkuð bjart næstu daga


Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið:  Norðaustan 8-13 og bjart að mestu. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austlæg átt, 3-8 m/s, en norðan 5-10 með kvöldinu. Bjartviðri og hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s. Slydda eða rigning NA-til en él NV-lands. Yfirleitt bjart á S- og SV-landi. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag:
Austlæg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta af og til í flestum landshlutum. Vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-lands um kvöldið. Heldur hlýnandi.

Á föstudag:
Suðaustan- og austanátt með rigningu, einkum SA-til. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag:
Austlæg átt með dálítilli vætu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með rigningu, en slyddu til fjalla. Hiti 1 til 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024