Nokkrir sýndu áhuga
Ein formleg umsókn hefur borist Sandgerðisbæ vegna húsnæðis í Vörðunni sem upphaflega átti að hýsa heilsugæslustöð. Einnig var eitthvað um fyrirspurnir, að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra. Málið verður lagt fyrir bæjarráð eftir næstu helgi.
Það kostaði bæjarsjóð Sandgerðisbæjar um tuttugu milljónir króna að innrétta heilsugæslustöðina á sínum tíma en rétt áður en heimilislæknarnir áttu að flytja inn afþakkaði heilbrigðisráðuneytið húsnæðið. Það var auglýst til leigu á dögunum.