Nokkrir skjálftar hafa mælst nálægt Grindavík í dag
Smáskjálftar halda áfram í Fagradalsfjalli austan Grindavíkur og í dag hafa þar mælst skjálftar af stærðinni 2,3 til 2,4 á richter. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu varð í gærkvöldi upp á 2,7 á richter. Að sögn Þórunnar Skaptadóttur jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands varð síðast vart við skjálfta á svæðinu árið 2000 í tengslum við Suðurlandsskjálftann. „Einnig fundust skjálftar á svæðinu árið 1998 þannig að það koma hrinur á svæðið af og til,“ segir Þórunn og bendir á svæðið sé þekkt skjálftasvæði.
Þórunn segir ekkert hægt að segja að til um það hvort skjálftarnir séu undanfari meiri skjálftavirkni á svæðinu. „Við getum ekkert sagt til um það á þessari stundu.“
Fagradalsfjallið er rétt norðaustan við Grindavík og þar eru sprungusvæði í nágrenninu. Skjálftarnir hafa mest verið í og austan við fjallið, á milli Grindavíkur og Krísuvíkur. Þórunn segir að það fari eftir fjarlægðinni frá upptökum skjálfta hvenær fólk fari að finna fyrir einhverri hreyfingu. Hún segir að ef fólk sé nálægt upptökum skjálfta af stærðinni 2,5 til 3 á richter þá fari það að finna fyrir þeim. „Ég frétti af einum manni í Hafnarfirði sem fann skjálftann í gærkvöldi. En ég hef ekkert heyrt frá Grindvíkingum um að þeir hafi fundið fyrir skjálftanum,“ sagði Þórunn í samtali við Víkurfréttir.
Þórunn segir ekkert hægt að segja að til um það hvort skjálftarnir séu undanfari meiri skjálftavirkni á svæðinu. „Við getum ekkert sagt til um það á þessari stundu.“
Fagradalsfjallið er rétt norðaustan við Grindavík og þar eru sprungusvæði í nágrenninu. Skjálftarnir hafa mest verið í og austan við fjallið, á milli Grindavíkur og Krísuvíkur. Þórunn segir að það fari eftir fjarlægðinni frá upptökum skjálfta hvenær fólk fari að finna fyrir einhverri hreyfingu. Hún segir að ef fólk sé nálægt upptökum skjálfta af stærðinni 2,5 til 3 á richter þá fari það að finna fyrir þeim. „Ég frétti af einum manni í Hafnarfirði sem fann skjálftann í gærkvöldi. En ég hef ekkert heyrt frá Grindvíkingum um að þeir hafi fundið fyrir skjálftanum,“ sagði Þórunn í samtali við Víkurfréttir.